Arndís Þórarinsdóttir er rithöfundur og þýðandi sem skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Hún hefur m.a. hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkur og verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna.

Nýjasta bók hennar er unglingabókin Sólgos.

Netfang Arndísar er arndis@arnd.is. Hún er alltaf til í spjall um námskeiðahald, skólaheimsóknir, upplestra og önnur verkefni, svo ekki hika við að hafa samband.