Arndís hefur gefið út eftirtalin skáldverk:
Kollhnís, 2022, hjá Máli og menningu. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 í flokki barna- og ungmennabóka, Fjöruverðlaunin 2023 í sama flokki og Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023 í flokki frumsaminna verka. Bókin lenti í 2. sæti Bóksalaverðlaunanna í flokki íslenskra barna- og ungmennabóka. Hún er tilnefnd til barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2023.
Bál tímans, 2021, hjá Máli og menningu. Myndir eftir Sigmund B. Þorgeirsson. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 í flokki barna- og ungmennabóka, Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 í flokki bóka frumsaminna á íslensku og Barna- og ungmennaverðlauna Norðurlandaráðs 2022.
Nærbuxnavélmennið, 2020, hjá Máli og menningu. Myndir eftir Sigmund B. Þorgeirsson.
Arfurinn, 2020, hjá Menntamálastofnun. Myndir eftir Heiðu Rafnsdóttur.
Blokkin á heimsenda, með Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, 2020, hjá Máli og menningu. Bókin hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur við útgáfu og Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2020. Hún var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og er önnur tveggja íslenskra bóka sem er tilnefnd Barna- og unmennabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Hægt er að lesa allt um Blokkina á heimsenda, finna verkefnablöð og fleira á www.blokkinaheimsenda.net.
Innræti, 2020, hjá Máli og menningu. Bókin var tilnefd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020 í flokki skáldverka.
Nærbuxnanjósnararnir, 2019, hjá Máli og menningu. Myndir eftir Sigmund B. Þorgeirsson. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019 í flokki barna- og ungmennabóka.
Galdraskólinn, 2019, hjá Menntamálastofnun. Myndir eftir Ragnheiði Ástu Valgeirsdóttur.
Nærbuxnaverksmiðjan, 2018, hjá Máli og menningu. Myndir eftir Sigmund B. Þorgeirsson.
Gleraugun hans Góa, 2015, hjá Námsgagnastofnun. Myndir eftir Árna Jón Guðmundsson.
Lyginni líkast, 2013, hjá Námsgagnastofnun. Myndir eftir Freydísi Kristjánsdóttur.
Játningar mjólkurfernuskálds, 2011, hjá Máli og menningu. Bókin hlaut Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs vorið áður en hún kom út og árið 2012 tilnefndi Félag fagfólks á skólasöfnum hana til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2013.
Að auki hefur Arndís birt fjölda greina og smásagna fyrir fullorðna í ýmsum tímaritum. Hún á tvær smásögur í draugasagnabókinni At og aðrar sögur sem kom út árið 2008 og skrifaði lesheftið Sitthvað á sveimi fyrir Námsgagnastofnun árið 2014.