Skólaheimsóknir og upplestrar

Athugasemd vegna Covid-19: Nú eru skólaheimsóknir erfiðari í framkvæmd en þær hafa verið undanfarin ár. Ef þið hafið áhuga á slíkri heimsókn, endilega hafið samband og við ræðum hvað er mögulegt svo heimsókn geti farið fram á öruggan og ábyrgan hátt. Einnig bendi ég á kennarasíðuna sem fylgir Blokkinni á heimsenda, þar sem má finna verkefni og upplestur úr bókinni, sem styðjast má við þar til heimsóknir geta farið fram eins og áður.
Einnig vil ég benda á að ég er með nokkur upplestrarmyndbönd á Youtube. Þau koma ekki í staðinn fyrir skólaheimsókn en eru samt í heppilegri lengd fyrir nestistíma eða uppbrot á kennslu.

Veturinn 2020-2021 býð ég meðal annars upp á eftirfarandi útfærslur á skólaheimsóknum:

  • Stutt innlit með upplestri úr nýrri bók. 15-20 mínútur.
  • Dagskrá með lestrarhvatningu, fræðslu um starf rithöfundarins, galdra tungumálsins og upplestri úr nýjum bókum. 40 mínútur.
  • Ritsmiðjur fyrir smærri hópa. Ég hef til dæmis boðið upp á smiðju fyrir miðstig sem skoðar sagnagerð út frá sögunum um Harry Potter. Lengd eftir samkomulagi.

Dagskráin hentar yngsta stigi og miðstigi, en ég hef einnig reynslu af því að leiðbeina bæði unglingum og fullorðnum.

Ég er búsett í Reykjavík og á auðveldast með heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu eða í námunda við það. Öllum er þó velkomið að hafa samband og við athugum hvað er mögulegt.

Athugið að það er einnig velkomið að skipuleggja stafræna heimsókn.

Einnig býð ég upp á upplestra og námskeið utan grunnskólanna. Sendið mér tölvupóst á arndis@arnd.is!

Skolaheimsokn a Dalvik

Dalvíkurskóli 2018. Mynd: Bergrún Íris