Skólaheimsóknir og upplestrar

Veturinn 2022-2023 er velkomið að hafa samband við mig vegna skólaheimsókna í tengslum við Kollhnís, ýmist stuttan upplestur eða lengri bókmenntadagskrá.

Einnig býð ég áfram upp á fræðsludagskrána Á flækingi um fortíðina fyrir mið- og unglingastig í tengslum við bók mína Bál tímans: .

  • Í erindinu útskýri ég hvað íslensku miðaldahandritin eru, sérstöðu þeirra, innihald og varðveislusögu og hvernig rannsóknir mínar á þessum ómetanlegu gripum mótuðu smám saman skálduðu frásögnina sem birtist í bókinni. Út frá þessu tala ég um það hvaða gildi sögur hafa, hvernig frásagnir varðveitast og af hverju það skiptir máli að skrásetja atburði, hugsanir og tilfinningar.
  • Dagskráin tekur 40 mínútur í flutningi.
  • Ég þarf aðgang að tölvu, skjávarpa og míkrafóni.

Ókeypis verkefni úr Blokkinni á heimsenda eru fáanleg á vef bókarinnar, þar sem einnig má finna upplestur úr bókinni og ýmsan fróðleik. Séu verkefnin unnin öll saman leiða þau nemanda á miðstigi í gegnum það að skrifa kjörbókarritgerð.

Ég er búsett í Reykjavík og á auðveldast með heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu eða í námunda við það. Öllum er þó velkomið að hafa samband og við athugum hvað er mögulegt.

Athugið að það er einnig velkomið að skipuleggja stafræna heimsókn.

Einnig býð ég upp á upplestra og námskeið utan grunnskólanna. Sendið mér tölvupóst á arndis@arnd.is!

Skolaheimsokn a Dalvik

Dalvíkurskóli 2018. Mynd: Bergrún Íris