Þýðingar

Arndís er þýðandi Hulduheima-seríunnar eftir Rosie Banks.

Álagahöllin og Dalur einhyrninganna komu út hjá JPV árið 2017 og Skýjaeyjan og Hafmeyjarif árið 2018. Töfrafjallið og Gliturströnd komu út í febrúar 2019. Tvær bækur til viðbótar eru væntanlegar snemma árs 2020.

Áður þýddi Arndís bókmenntaritgerð J.R.R. Tolkien, Bjólfskviða: Forynjurnar og fræðimennirnir, sem kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 2013, með inngangi og skýringum dr. Ármanns Jakobssonar.

 

bjc3b3lfskvic3b0a