Um Arndísi

Arndís Þórarinsdóttir (f. 1982) er rithöfundur og þýðandi.

Arndís er með BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í leikritun frá Goldsmiths College, University of London. Arndís hefur starfað sem blaðamaður og gagnrýnandi og hún var deildarstjóri á Bókasafni í Kópavogs í rúm tíu ár áður en hún sneri sér alfarið að ritstörfum. Hún hefur stýrt fjölmörgum ritsmiðjum fyrir bæði börn og fullorðna, flestum hjá Bókasafni Kópavogs.

Arndís hefur unnið mikið að félagsmálum tengdum barnabókmenntum og var til dæmis formaður IBBY á Íslandi um árabil. Síðastliðið haust var hún í þriðja sinn hluti af dagskrá Rithöfundasambandsins, Skáld í skólum, að þessu sinni með Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Arndís hafði þá tvisvar áður tekið þátt í verkefninu; veturinn 2013-2014 í félagi við Gunnar Theodór Eggertsson og veturinn 2015-2016 með Gunnari Helgasyni.

Hún hefur hlotið nokkrar viðurkenningar fyrir ritstörf og má þar helst nefna Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs árið 2011 og tilnefningu Félags fagfólks á skólasöfnum til Norrænu barnabókmenntaverðlaunanna 2013.

Arndís býr í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur börnum.

Vanti kynningarmynd af Arndísi má sækja eina slíka á vef Forlagsins.