Arndís Þórarinsdóttir (f. 1982) er rithöfundur og þýðandi.
Arndís er með BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA gráðu í leikritun frá Goldsmiths College, University of London og MA gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Arndís hefur starfað sem blaðamaður og gagnrýnandi og hún var deildarstjóri á Bókasafni í Kópavogs í rúm tíu ár áður en hún sneri sér alfarið að ritstörfum. Hún hefur stýrt fjölmörgum ritsmiðjum fyrir bæði börn og fullorðna og hefur unnið mikið að félagsmálum tengdum barnabókmenntum.

Arndís hefur hlotið eftirtaldar viðurkenningar fyrir ritstörf:
2023
- Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Kollhnís
2022
- Tilnefning til Fjöruverðlaunanna í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir Kollhnís
- Annað sæti Bóksalaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Kollhnís
- Tilnefning til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ásamt Sigmundi Breiðfjörð Þorgeirssyni myndhöfundi fyrir Bál tímans
- Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki frumsaminna bóka á íslensku fyrir Bál tímans sem Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson myndlýsti
2021
- Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 ásamt Huldu Bjarnadóttur í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Blokkina á heimsenda
- Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi fyrir framlag til barnamenningar
- Tilnefning til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur fyrir Blokkina á heimsenda
- Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur í flokki frumsaminna bóka á íslensku fyrir Blokkina á heimsenda
- Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Bál tímans sem Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson myndlýsti
2020
- Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, fyrir Blokkina á heimsenda
- Tvær tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna; í flokki skáldverka fyrir Innræti og í flokki barna- og ungmennabóka ásamt Huldu Bjarnadóttur fyrir Blokkina á heimsenda
2019
- Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Nærbuxnanjósnarana sem Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson myndlýsti
2012
- Tilnefning til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir Játningar mjólkurfernuskálds
Arndís býr í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur börnum.
Vanti kynningarmynd af Arndísi má sækja eina slíka á vef Forlagsins.