Um Arndísi

Arndís Þórarinsdóttir (f. 1982) er rithöfundur og þýðandi.

Arndís er með BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA gráðu í leikritun frá Goldsmiths College, University of London og MA gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Arndís hefur starfað sem blaðamaður og gagnrýnandi og hún var deildarstjóri á Bókasafni í Kópavogs í rúm tíu ár áður en hún sneri sér alfarið að ritstörfum. Hún hefur stýrt fjölmörgum ritsmiðjum fyrir bæði börn og fullorðna og hefur unnið mikið að félagsmálum tengdum barnabókmenntum.

Blokkin_utlond
Blokkin á heimsenda eftir Arndísi og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur var árið 2022 gefin út í Danmörku, Hollandi og Rússlandi

Arndís hefur hlotið eftirtaldar viðurkenningar fyrir ritstörf:

2023

  • Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Kollhnís

2022

  • Tilnefning til Fjöruverðlaunanna í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir Kollhnís
  • Annað sæti Bóksalaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Kollhnís
  • Tilnefning til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ásamt Sigmundi Breiðfjörð Þorgeirssyni myndhöfundi fyrir Bál tímans
  • Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki frumsaminna bóka á íslensku fyrir Bál tímans sem Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson myndlýsti

2021

  • Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 ásamt Huldu Bjarnadóttur í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Blokkina á heimsenda
  • Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi fyrir framlag til barnamenningar
  • Tilnefning til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur fyrir Blokkina á heimsenda
  • Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur í flokki frumsaminna bóka á íslensku fyrir Blokkina á heimsenda
  • Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Bál tímans sem Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson myndlýsti

2020

  • Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, fyrir Blokkina á heimsenda
  • Tvær tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna; í flokki skáldverka fyrir Innræti og í flokki barna- og ungmennabóka ásamt Huldu Bjarnadóttur fyrir Blokkina á heimsenda

2019

  • Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Nærbuxnanjósnarana sem Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson myndlýsti

2012

  • Tilnefning til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir Játningar mjólkurfernuskálds

Arndís býr í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur börnum.

Vanti kynningarmynd af Arndísi má sækja eina slíka á vef Forlagsins.