Veturinn 2024-2025 er velkomið að hafa samband við mig vegna upplestra. Ég bendi sérstaklega á að við Rán Flygenring erum með dagskrá í List fyrir alla nú í haust.
Ég nýt þess að heimsækja skólahópa og á tilbúnar dagskrár um flestar bóka minna. Einnig get ég búið til sérsniðna dagskrá eftir samkomulagi.
Ókeypis verkefni úr Blokkinni á heimsenda eru fáanleg á vef okkar Huldu Sigrúnar, þar sem einnig má finna upplestur úr bókinni og ýmsan fróðleik. Séu verkefnin unnin öll saman leiða þau nemanda á miðstigi í gegnum það að skrifa kjörbókarritgerð.
Ég er búsett í Kópavogi og á auðveldast með heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu eða í námunda við það. Öllum er þó velkomið að hafa samband og við athugum hvað er mögulegt.
Athugið að það er einnig velkomið að skipuleggja stafræna heimsókn.
Einnig býð ég upp á upplestra og námskeið utan grunnskólanna. Sendið mér tölvupóst á arndis@arnd.is!

Dalvíkurskóli 2018. Mynd: Bergrún Íris